Snorrastofa í Reykholti

HeritageLiteratureMonumentsVikings

Snorrastofa er menningar­ og miðaldasetur í Reykholti, reist sagnaritaranum, fræðimanninum og höfðingjanum Snorra Sturlusyni (1179–1241) og verkum hans.

Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu. Hún er á jarðhæð Reykholtskirkju – Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson, auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Þar er einnig rekin verslun með bókum, hljómdiskum og íslensku handverki. Gestastofa veitir almenna upplýsingaþjónustu, sér um tónleika hald  og annast útleigu á aðstöðu Reykholtskirkju – ­Snorrastofu.

Snorrastofa hóf starf-semi árið 1995 og er ætlað að sinna rannsóknum og kynningu á miðaldafræðum, Snorra og verkum hans sérstaklega auk sögu svæðisins. Þar er gott almennings og rannsóknarbókasafn með góðri aðstöðu til fræðistarfa, ásamt skrifstofu og gestaíbúð fyrir fræði og listamenn. Snorrastofa stendur fyrir námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum og sýningum. Þá hefur Snorrastofa  gefið út fjölda rita með niðurstöðum rannsókna á sínu sviði.

Merktar gönguleiðir eru um Reykholt og skógrækt svæðisins og hægt er að sækja leiðsögn gegnum appið „snorri“ sem hlaðið er inn á snjallsíma gegnum App/Play store. Hægt er að fá aðstoð og leiðbeiningar í Gestastofu.

Reykholt, 320 Reykholt
snorrastofa@snorrastofa.is
http://www.snorrastofa.is/
(+354) 433 8000
Opening hours:

1. maí til 31. ágúst: Alla daga vikunnar kl. 10–17

1. september til 30. apríl: Virka daga kl. 10–17

Ef óskir utan opnunartíma, vinsamlega hafið samband við gestamóttökuna.

Reykholtshátíð er haldin ár hvert síðustu helgina í júlí.

AccommodationFootpathsGuideHeritage siteInformationLavatoriesMuseum/ExhibitionRestaurantSaga trailSouvenires
Icelandic Saga & Heritage Association (ISHA) was founded in 2006 (then named Iceland Saga Trail Association). It is a forum for collaboration for those involved in heritage tourism in Iceland, especially regarding publicity, quality and professional standards.

Contact us

Email: info@sagatrail.is